Um Bildetema

et ikon med et fotoapparat

Bildetema er myndaorðabók á mörgum tungumálum með myndum, texta og hljóði sem skipt er upp í þemu. Í myndaorðabókinni er einfaldur orðaforði sem getur verið kveikja að vinnu með tungumál í leikskóla, grunnskóla og í fullorðinsfræðslu.

Myndaorðabókin býður upp á ólíka möguleika, meðal annars möguleika á að sjá margar myndir með einu orði, útprentun og val um það hvort óákveðinn greinir birtist í þeim tungumálum þar sem það á við.

Norrænt samstarf 

Bildetema er stýrt af Nasjonalt senter for flerkulturell opplæring (NAFO) ved OsloMet – háskólann í Noregi í samstarfi við  Institutet för språk och folkminnen (Isof) í Svíþjóð, Miðju máls og læsis  á Íslandi og Nationalt Videncenter for Læsing i Danmörku.  Allar stofnanirnar fjórar vinna að því að efla tungumálahæfni barna, unglingar og fullorðinna.  

Upphafstungumál Bildetema eru sex.: 

logoen til Nordplus med en sirkel med en fugl inni

Höfundaréttur á myndum  

Myndirnar í  Bildetema eru keyptar með leyfi frá Adobestock. Hér er hægt að lesa meira um  skilyrði á notkun Standard licence (stock.adobe.com) 

Endurgjöf   

Bildetema er í þróun og bæði myndir og tungumál eru uppfærð reglulega. Allar ábendingar um það sem betur má fara eru vel þegnar E-post: bildetema@oslomet.no